Algengar spurningar
Algengar spurningar – FAQ
Er nauðsynlegt að bóka fyrirfram á Camp Egilsstöðum?
Já á hávertíð fara allar bókanir og greiðslur fram í gegnum https://campegilsstadir.is/boka/?lang=is
Hvað gerist ef ég kemst ekki á þeim degi sem ég bókaði?
Þú getur sjálf/ur breytt bókuninni þinni út frá skilmálum Camp Egilsstaða. Ef þú lendir í vandræðum er hægt að senda okkur fyrirspurn með bókunarnúmerinu á camping@egilsstadir.is
Hverning get ég borgað ?
Á hávertíð fara allar greiðslur í gegnum https://campegilsstadir.is/boka/?lang=is.
Á veturna er líka hægt að borga í gegnum sjálfsafgreiðsluposa ef enginn er í móttökunni eða greiða með reiðufé í póstkassa við móttöku (honesty box).
Er aðgangur að sturtum og salernum innifalin í verðinu?
Já
Geta gestir sem eru EKKI að gista á tjaldsvæðinu notað sturtur og salerni?
Já. Þeir greiða hins vegar 1000 kr fyrir sturtur og 100 kr fyrir salerni. Ef við erum ekki í móttökunni er hægt að greiða með korti í sjálfsafgreiðsluposa eða pening í hvítan póstkassa (honesty box)
Er Camp Egilsstaðir opið á veturna?
Já, Camp Egilsstaðir er opið allan ársins hring með sólahringsaðgang að þjónusturými.
Hvað kostar á dvelja á Camp Egilsstöðum?
Vinsamlegast skoðaðu verðskrána á: https://campegilsstadir.is/opnunar-timar-og-verd/?lang=is
Hvar er Camp Egilsstaðir?
Camp Egilsstaðir er miðsvæðis á Egilsstöðum í u.b.b. 200 metra fjarlægð frá Þjóðvegi 1.
Er rafmagn innifalið í verðinu?
Nei. Rafmagn kostar aukalega 1000kr fyrir hverja tjaldeiningu.
Klukkan hvað er „check in“ og „check out“ á Camp Egilsstöðum?
Á hávertíð er „Check-in“ frá 15:00 og „Check out“ er fyrir kl. 12:00 næsta dag.
Utan hávertíðar er miklu meiri sveigjanleiki á þessu.
Er eldhúsaðstaða á Camp Egilsstöðum?
Já, það er eldhúsaðstaða innanhús og eins eldunarskýli utandyra. Hitakanna, helluborð, örbylgjuofn og allskyns eldhúsbúnaður er á staðnum. Einnig er stórt og gott rými með stólum, borðum og sófum.
Eru þvottavélar og þurrkarar og hvað kostar það?
Já, kostar 1000kr hver vél. Hægt að greiða í móttöku (ef opið). Annars í HONEYST boxin (með peningum) eða sjálfsafgreiðsluposann við móttöku. Þvottaefni á staðnum og er innifalið í verði.
Er WIFI innifalið í verði?
Já, þú finnur lykilorðið á tjaldsvæðinu. Besta nettenginin er nálægt þjónustuhúsinu.
Er sérstakt tjaldsvæði fyrir tjöld?
Já, það er staðsett fyrir aftan þjónustubygginguna og er merkt í bókunarkerfinu sem ZONE D
Hvað er skemmtilegast að skoða í kringum Egilsstaði? Vinsamlegast skoðaðu:
Eru verslanir nærri tjaldsvæðinu?
Camp Egilsstaðir er vel staðsett og göngufæri í flesta þjónustu. Nánari upplýsingar má finna www.visitegilsstadir.is og opnunartímar Bónus og Nettó á https://bonus.is/opnunartimar/ og https://netto.is/verslun/egilsstadir/
Hvaða veitingastaði má finna á Egilsstöðum?
Fjölbreytt úrval veitingastaða er á Egilsstöðum. Nánar á https://visitegilsstadir.is/veitingar/
Hvar get ég keypt gaskút?
Hægt er að kaupa gaskúta á N1 eða í Húsasmiðjunni. Báðir staðir eru í göngufæri frá Camp Egilsstöðum.
Er hægt að fá lánaða hárþurrku?
Já, vinsamlegast hafðu samband við móttöku.
Er hægt að leigja handklæði?
Já, hægt að leigja og kaupa handklæði í móttöku.
Er hægt að leigja hjól á Camp Egilsstöðum?
Ekki lengur því miður
Er losunarstöð fyrir úrgang á tjaldsvæðinu?
Já við hliðina á ruslagámunum má finna losunarstöð fyrir úrgang.
Er aðgangi að krana til að fylla á vatnstank?
Á sumrin er útikrani nálægt ruslagámum en á veturna er hægt að tengja slöngu við krana innanhús og þræða hana út um gluggann.
Er sérstök aðstaða fyrir hreyfihamlaða?
Já það er sérstök sturta og salerni fyrir hreyfihamlaða. Því miður er smá þröskuldur við innganga inn í þjónustrýmið en vonandi verður fljótlega hægt að gera það notendavænna.
Er Camp Egilsstaðir þátttakandi í útilegukortinu?
Nei
Vegalengdir til Egilsstaða?
Úr suðri: Höfn 262 km, Djúpivogur 161 km
Úr norðri: Akureyri 269 km, Mývatn 164 km
Upplýsingar um tengiliði
Kaupvangur 17,
700 Egilsstaðir
Simi : 470-0750 Netfang: camping@egilsstadir.is
Heimsækið www.visitegilsstadir.is fyrir upplýsingar um verslun og þjónustu.
FINNDU OKKUR