OPNUNAR TÍMAR OG VERÐ 2025

OPNUNAR TÍMAR OG VERÐ 2025

Tjaldstæðið er opið allt árið og eru salernin og sturtur aðgengilegar allan sólarhringinn. Afgreiðsla tjaldsvæðisins er á Egilsstaðastofu Visitor Center sem er staðsett í þjónustuhúsinu okkar.

VERÐ 2024

  • Fullorðinn (13 – 67.ára): 2500 ISK (sturtur innifaldar)
  • Börn (12 ára og yngri) FRÍTT
  • Aldraðir og öryrkjar: 1750 ISK (sturtur innifaldar)
  • Rafmagn (sólarhringurinn): 1500 ISK
  • Gistináttaskattur 333 ISK per tjaldeining per nótt
  • Farangursgeymsla – sjá verðlista á tjaldsvæði
  • WIFI: FRÍTT
  • Salerni og sturtur eru innifaldar í verðum fyrir gesti tjaldsvæðis.

Þeir sem eru EKKI að gista á tjaldsvæðinu greiða fyrir aðstöðuna:
Sturta: 1000 ISK
Salerni: 100 ISK

greiðslur fara fram á www.campegilsstadir.is

 

Á lágönn er möguleiki að greiða í sjálfsafgreiðsluposa ef móttakan er lokuð.  .

 

EGILSSTAÐASTOFA OPNUNARTÍMAR:

Frá 1. júni til 31. júlí er afgreiðslan opið frá 7:00 – 23:00 alla daga.
Frá 1. ágúst til 30. ágúst frá 8:00– 23:00 alla daga

September og maí Opið virka daga frá 8:00-12:00 og 19.00-23.00

Frá 1. október út apríl Opið virka daga frá 9:00-12:00. (Lokað um helgar)

 

Reglur á Camp Egilsstaðir

• Greiðslur á tjaldsvæði fara fram áður en tjaldað er á www.campegilsstadir.is

• Ávallt skal sýna öðrum gestum tillitsemi. Hlóðstyrkur tónlistar og annars skemmtiefnis skal vera þannig að ekki sé truflun af.

• Gæta skal hófsemi í meðferð áfengis. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.

• Umferð ökutækja á svæðinu skal vera í lágmarki. Hámarkshraði á svæðinu er 10 km/klst.

• Friður skal vera á tjaldsvæðinu frá 11 á kvöldin og til 7 að morgni næsta dags. Umferð ökutækja er þá bönnuð og akstursleiðir mögulega lokaðar.

• Vinsamlegast hafið eitthvað undir einnota grillum sem hindrar að gras brenni. Það skilur eftir sig sár í grasinu sem grær seint.

• Bannað er að tendra varðeld á tjaldsvæðinu.

• Vinsamlegast ekki nota gasprímusa innandyra.

• Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.

• Allt rusl skal setja í þar til gerð ílát og flokkað eftir merkingum þeirra. Flokkunartunnur er inni á Egilsstaðastofu.  Rusl fer í græna gáminn, flöskur og dósir fara í bláu tunnuna og gas og batterí skal afhent starfsfólki.

• Lausaganga dýra er bönnuð á svæðinu, þau skal hafa í bandi. Óheimilt er að skilja gæludýr eftir ein á tjaldsvæðinu.

• Brot á reglum svæðisins getur varðað brottrekstur af tjaldsvæðinu.

• Engin ábyrgð er tekin á eigum tjaldgesta.

Upplýsingar um tengiliði

Kaupvangur 17,

700 Egilsstaðir

Simi : 470-0750 Netfang: camping@egilsstadir.is

Heimsækið www.visitegilsstadir.is fyrir upplýsingar um verslun og þjónustu.

 

FINNDU OKKUR