UM SVÆÐIÐ

Egilsstaðir

Héraðið hefur löngum verið rómað fyrir náttúrufegurð og gott veðurfar. Egilsstaðir er af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi.
Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi.

Upplýsingar um tengiliði

Kaupvangur 17,

700 Egilsstaðir

Simi : 470-0750 Netfang: camping@egilsstadir.is

Heimsækið www.visitegilsstadir.is fyrir upplýsingar um verslun og þjónustu.

 

FINNDU OKKUR